Fréttir

Hangikjöt í marga jólapakka

Tvíreykt Húsavíkur hangikjöt, nýkomið úr ofninum.
Tvíreykt Húsavíkur hangikjöt, nýkomið úr ofninum.

Hangikjötsilm leggur yfir syðsta hluta Húsavíkur í dag eins og undanfarið enda reykofnar Norðlenska nýttir alla daga til þess að anna mikilli spurn eftir hangikjöti fyrir jólin. „Það er greinilegt að fyrirtæki gefa kjöt í meira mæli en áður. Það virðist meira hugsað um það nú en verið hefur að gefa nytsamar jólagjafir - og þá er fátt betra en að gefa Húsavíkur- eða KEA-hangikjöt,segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Sigmundur segir framleiðsluna ganga mjög vel og áætlar að Norðlenska selji álíka mikið af hangikjöti nú og fyrir jólin í fyrra.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook