Fréttir

Hátt í 600 strákar á Goðamóti

Hvað áttu nærri 600 fótboltastrákar úr Breiðabliki, Leikni, Þór, KA, Fylki, Fjölni, Völsungi, Þrótti, Val, Fjarðabyggð, KS, Hetti, Tindastóli, Magna, Hugin, Mývetningi og BÍ 88 sameiginlegt um helgina? Eitt og annað örugglega en stutt svar gæti verið svona: Þeir borðuðu allir Goðapylsu! Og kepptu allir á Goðamóti Þórs fyrir 5. flokk í Boganum á Akureyri.

Þetta var annað mót ársins og stærsta Goðamótið hingað til. Sextíu lið frá sautján félögum víðs vegar af landinu tóku þátt og komust færri að en vildu. Þrátt fyrir ófærð og leiðindaveður á föstudaginn komust allir norður í tæka tíð og héldu glaðir á braut í gær.

Keppt var frá því um miðjan föstudag þar til síðdegis í gær. Að lokinni verðlaunaafhendingu var venju samkvæmt slegið upp grillveislu þar sem allir fengu Goðapylsu og gos.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook