Fréttir

Haustslátrun hafin á Húsavík

Haustslátrun sauðfjár hófst á Húsavík í gær, fimmtudag. Ekki er slátrað í dag, en frá og með nk. mánudegi hefst sláturtíðin af fullum krafti.

"Við slátruðum 800 dilkum í gær og það gekk mjög vel. Verkunin hefur aldrei verið betri á fyrsta degi. Við notuðum þennan fyrsta dag til þess að kenna nýju fólki og samstilla hlutina þannig að þetta gangi sem allra best fyrir sig.

Sigmundur segir að búið sé að fullmanna sláturhúsið. Sem fyrr eru töluvert margir starfsmenn sem koma erlendis frá til þess að taka þátt í haustslátruninni á Húsavík. Bæði eru starfsmenn sem hafa áður verið á Húsavík en einnig er um nýtt fólk að ræða. "Síðastliðið haust voru hér nokkrir reyndir nýsjálenskir slátrarar, sem voru í lykilstörfum við slátrunina, en núna höfum við fengið fleiri breska slátrara til starfa. Næsta vika lítur ágætlega út og er orðin vel bókuð. Við gerum ráð fyrir að slátra um 1100 dilkum á mánudag, þar af um 700 af Austurlandi og sem næst 400 héðan af svæðinu. Síðan mun þetta aukast þegar líður á vikuna og verður væntanlega komið upp í um 1800 dilka á dag í vikulok," segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook