Fréttir

Haustslátrun í fullum gangi

Haustslátrun hjá Norðlenska hefur það sem af er sláturtíð gengið mjög vel, lömbin flokkast vel og fallþungi er ívið meiri en í fyrra. Um mánaðamótin september-október var búið að lóga, samanlagt í sumar- og haustslátrun, 44.500 dilkum á Húsavík og 8.600 dilkum á Höfn, sem að sögn Reynis Eiríkssonar, vinnslustjóra Norðlenska, eru nokkru færri dilkar en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sérlega góð tíð í haust, sem hefur gert það að verkum að sumir bændur hafa viljað bíða með að koma með dilka til slátrunar vegna góðrar haustbeitar í heimahögum.

Haustslátrun hjá Norðlenska hefur það sem af er sláturtíð gengið mjög vel, lömbin flokkast vel og fallþungi er ívið meiri en í fyrra. Um mánaðamótin september-október var búið að lóga, samanlagt í sumar- og haustslátrun, 44.500 dilkum á Húsavík og 8.600 dilkum á Höfn, sem að sögn Reynis Eiríkssonar, vinnslustjóra Norðlenska, eru nokkru færri dilkar en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sérlega góð tíð í haust, sem hefur gert það að verkum að sumir bændur hafa viljað bíða með að koma með dilka til slátrunar vegna góðrar haustbeitar í heimahögum.

Heildartala sláturfjár hjá Norðlenska á Húsavík má gera ráð fyrir að verði á bilinu 82-83 þúsund og segir Reynir að því stefnt að slátrun ljúki þar 26. eða 27. október. Á Höfn er stefnt að því að lóga um 34 þúsund fjár í haust og má því ætla að slátrun ljúki þar fyrstu dagana í nóvember.

Almennt segir Reynir að sláturlömb séu stærri á þessu hausti en sl. haust. Framan af hafi fituprósentan verið áberandi lægri. Um mánaðamótin var fallþungi dilka á Húsavík 15,36 kg og 15,53 kg á Höfn. Reynir segir flest benda til þess að þegar upp verði staðið verði fallþungi dilka hjá Norðlenska meiri í haust en á sl. hausti.

Það er af sem áður var þegar bróðurpartur starfa í sláturhúsum var mannaður af bændum og búaliði. Nú til dags eru ekki jafn margar vinnuhendur til sveita sem geta tímabundið gefið sig í þessi störf að hausti og áður var. Þess vegna hafa sláturleyfishafar þurft að sækja stóran hluta vinnuafls út fyrir landsteinana. Á Húsavík voru ráðnir inn 77 starfsmenn í yfirstandandi sláturtíð, þar af eru 50 útlendingar. Á Höfn voru ráðnir 44 starfsmenn í haustslátrun, þar af er helmingur útlendingar. Reynir segir að þessir erlendu starfsmenn komi frá ellefu þjóðlöndum, eins og gengur eru sumir þeirra lítt vanir þessum störfum en margir hafa komið ár eftir ár og kunna því mjög vel til verka. Reynir segir Norðlenska leggja áherslu á afþreyingu fyrir erlendu starfsmennina, þannig hafi nýverið verið efnt til golfmóts fyrir starfsmennina á Húsavík og farið í útsýnis- og skemmtiferð um Norðausturland, sem lauk í Jarðböðunum í Mývatnssveit. Til standi að skipuleggja sambærilega ferð fyrir starfsmennina á Höfn.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook