Fréttir

Haustslátrun lokið - veruleg aukning sláturfjár frá fyrra ári

Skrokkur metinn og vigtaður
Skrokkur metinn og vigtaður
Sláturtíð Norðlenska á Höfn lauk í dag, föstudaginn 28. október, en síðasti dagur haustslátrunar Norðlenska á Húsavík var sl. miðvikudag. Í það heila var 118 þúsund fjár slátrað í þessum tveimur sláturhúsum Norðlenska, sem er veruleg aukning frá fyrra ári þegar var slátrað tæplega 114 þúsund fjár. Eilítið færra fé var slátrað á Húsavík í ár en í fyrra, sem fyrst og fremst helgast af því að fé úr Berufirði, sem var slátrað á Húsavík í fyrra, var flutt til slátrunar á Höfn í ár. Umtalsverð aukning var í haustslátrun á Höfn. Þar var slátrað um 34 þúsund fjár, sem er aukning um tíu þúsund fjár frá fyrra ári. Athygli vekur að meðalfallþungi dilka var nákvæmlega sá sami á Húsavík og á Höfn 15,12 kg.

Sláturtíð Norðlenska á Höfn lauk í dag, föstudaginn 28. október, en síðasti dagur haustslátrunar Norðlenska á Húsavík var sl. miðvikudag. Í það heila var 118 þúsund fjár slátrað í þessum tveimur sláturhúsum Norðlenska, sem er veruleg aukning frá fyrra ári þegar var slátrað tæplega 114 þúsund fjár. Eilítið færra fé var slátrað á Húsavík í ár en í fyrra, sem fyrst og fremst helgast af því að fé úr Berufirði, sem var slátrað á Húsavík í fyrra, var flutt til slátrunar á Höfn í ár. Umtalsverð aukning var í haustslátrun á Höfn. Þar var slátrað um 34 þúsund fjár, sem er aukning um tíu þúsund fjár frá fyrra ári. Athygli vekur að meðalfallþungi dilka var nákvæmlega sá sami á Húsavík og á Höfn  15,12 kg.

 

Verkun og gæði kjöts aldrei verið jafn góð

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík, segir að slátrunin hafi gengið einstaklega vel, sem megi m.a. þakka samhentu og góðu starfsfólki. Í það heila unnu rösklega 130 manns hjá Norðlenska á Húsavík í sláturtíðinni, en á næstu mánuðum verða um 55 manns starfandi hjá fyrirtækinu. Það er ekki hægt annað en vera mjög sáttur við útkomuna í ár. Gæði í verkun kjötsins hafa aldrei verið jafn góð og sala á lambakjöt hér út úr húsinu í september og október hefur aldrei verið meiri á þessum tíma hvort sem er á innanlandsmarkað eða til útflutnings, segir Sigmundur.

Meðalvigt dilka í haustslátruninni á Húsavík var 15,12 kg, en í fyrra var hún 14,76 kg. Fram að jólum er gert ráð fyrir að slátra dilkum einu sinni til tvisvar í viku, en það fer eftir óskum bænda.

Þegar einni törninni lýkur hefst önnur. Sigmundur segir að framundan séu miklar annir hjá starfsfólki Norðlenska á Húsavík við vinnslu á lambakjöti, þar á meðal framleiðslu á hangikjöti, enda mikill kjötsölutoppur framundan í aðdraganda jóla.

 

Mikil aukning á Höfn

Einar Karlsson, sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn, er mjög sáttur við sláturtíðina í haust, enda veruleg aukning frá fyrra ári, um tíu þúsund fjár, eins og fyrr segir.  Við tókum við þrjú þúsund fjár úr Berufirði, en þaðan var sláturfé flutt til Húsavíkur í fyrra, og einnig slátruðum við frá fjölda nýrra innleggjenda í Vestur-Skaftafellssýslu og einnig úr Landssveit í Rangárvallasýslu, segir Einar og bætir við að framundan sé slátrun á nautum og folöldum og síðan taki við hefðbundin vetrarverkefni fastráðinna starfsmanna Norðlenska á Höfn.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook