Fréttir

Haustslátrun lokið á Höfn

Haustslátrun lauk á Höfn um hádegisbil í gær. Í það heila gekk sláturtíðin vel, þrátt fyrir að óvenju miklar rigningar hafi gert mönnum lífið leitt um suðaustanvert landið. Að sögn Einars Karlssonar, sláturhússtjóra á Höfn, var slátrað rétt rúmlega 33 þúsund fjár, sem er ívið fleira en í haustslátrun í fyrra.

Einar segir alveg ljóst að sauðfjárslátrun verði bæði í nóvember og desember á Höfn, rétt eins og í fyrra, og hann veit af um 600 fjár sem eiga eftir að koma til slátrunar.

Erlent starfsfólk sem kom til Hafnar til þess að vinna í sláturtíðinni flaug til Reykjavíkur í gær og morgun og fer síðan af landi brott. Einar segir að hinir erlendu starfsmenn hafi verið sérstaklega öflugir og fljótir að tileinka sér rétt vinnubrögð við slátrunina. "Þetta var sérlega samstilltur og góður hópur," segir Einar.

Á meðan á sauðfjárslátrunni stóð var stórgripaslátrun í lágmarki, en strax í dag var slátrað svínum á Höfn og síðan verður bæði nautgripa- og hrossaslátrun. 

Fallþungi á Húsavík og Höfn
Meðalfallþungi dilka á Húsavík í haust reyndist vera 15,21 kg, sem er um 100 grömmum minni fallþungi en sl. haust. Á Höfn var fallþunginn 15,17 kg, sem er nánast sá hinn sami og í fyrra.
Almennt má segja að dilkar hafi verið fituminni en í fyrra, en jafnframt kjötmeiri.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook