Fréttir

Haustslátrun lokið á Hornafirði

Um hádegisbil í dag lauk haustslátrun hjá Norðlenska á Höfn í Hornafirði. Slátrað var tæplega 31.000 fjár. Eftir slátrun sl. miðvikudag var meðalþungi dilka 15,3 kg og væntanlega hafa ekki orðið breytingar á þeirri tölu eftir slátrun í gær og dag.

Einar Karlsson, sláturhússtjóri á Höfn, segir að í það heila hafi sláturtíðin gengið ágætlega. Hins vegar hafi framanaf verið mjög erfitt að fá dilka til slátrunar og því sé ekki að neita að hvassviðri dag eftir dag í sláturtíðinni hafi gert mönnum nokkuð lífið leitt með að flytja féð til Hafnar. En þegar upp sé staðið segist Einar vera sáttur við sláturtíðina og fjöldi sláturfjár sé mjög í takt við áætlanir.

Erlendir starfsmenn hjá Norðlenska á Höfn fóru til Reykjavík strax þegar slátrun lauk í dag og flestir fara þeir af landi brott á morgun.

Þegar einni törn lýkur tekur önnur við. Einar segir að í mörg horn verði að líta á næstunni. Ganga þurfi frá eftir haustslátrunina og síðan taki við stórgripaslátrun. "Og að því loknu taka við hefðbundin verk hjá okkur á þessum árstíma - að verka svið og saga kjöt. Héðan fara líka á næstunni fullir gámar af dilkaskrokkum til Noregs," segir Einar Karlsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook