Fréttir

Haustslátrun lokið á Húsavík

Haustslátrun lauk á Húsavík í dag.
Haustslátrun lauk á Húsavík í dag.
Haustslátrun lauk kl. 13.31 á Húsavík í dag. Heildarfjöldi sláturfjár var 80.236, samanborið við 81.769 haustið 2006.  Meðalþungi dilka var sem næst 15,2 kg, en endanleg tala liggur ekki fyrir. Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík, segir að slátrunin hafi gengið mjög vel og hann er þakklátur starfsfólki fyrir afar gott starf.

Haustslátrunin á Húsavík stóð í 43 daga, sem er ívið skemmri tími en í fyrra, sem kemur til af því að í ár var slátrað færra fé en í fyrrahaust og fleira fé var að jafnaði slátrað á hverjum degi nú en í sláturtíðinni í fyrra.

"Slátrunin gekk þegar á heildina er litið mjög vel. Veðrið var hagstætt og flutningar sláturfjár hingað gengu því mjög vel. Starfsfólk stóð sig með miklum ágætum og ég vil koma á framfæri miklum og góðum þökkum til þess fyrir vel unnin störf," segir Sigmundur. Bróðurpartur hinna erlendu starfsmanna í sláturtíðinni fer til Reykjavíkur á morgun og til síns heima frá Keflavík á morgun og sunnudag.
Eins og venja er til á lokadegi sláturtíðar á Húsavík var starfsfólki að sjálfsögðu boðið  í dag upp á koníak og konfekt!

"Veðrið hefur verið að gera okkur lífið leitt í þessari viku og af þeim sökum slátruðum við færra fé í dag og gær en við reiknuðum með. En engu að síður er ljóst að við munum ljúka slátutíðinni á miðvikudag, eins og við lögðum upp með," segir Einar Karlsson, sláturhússtjóri á Höfn.
Einar segir að eftir daginn í dag sé búið að slátra 30.600 á Höfn og hann gerir ráð fyrir að fara yfir 32 þúsund, sem er þá svipaður fjöldi og í fyrra.
Einar segir nokkuð ljóst að dilkum verði slátrað á Höfn í nóvember og trúlega einnig í desember. Um er m.a. að ræða smærri lömb sem bændur hafa þessa dagana í eldi og einnig er vitað að fé hefur enn ekki skilað sér allt af fjalli.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook