Fréttir

Haustslátrun sauðfjár 2009

Við það er miðað að haustslátrun sauðfjár hefjist á Húsavík fimmtudaginn 27. ágúst og standi til 23. október og á Höfn hefjist haustslátrun mánudaginn 21. september og ljúki 30. október. Á báðum stöðum verður boðið upp á forslátrun - á Húsavík verður hún að óbreyttu í kringum 20. ágúst.

Haustslátrun hefst á svipuðum tíma á Húsavík og sl. haust en á Höfn hefst hún nú tæplega viku síðar en sl. haust. Reynir B. Eiríksson, framleiðslustjóri, segir að í ljósi reynslunnar sl. haust, þegar afar treglega gekk að fá lömb til slátrunar fyrstu daga haustsláturtíðar, hafi verið ákveðið að hefja slátrun á Höfn nokkrum dögum síðar en sl. haust.

"Það kostar fyrirtækið mikla fjármuni að hafa fullmönnuð sláturhús, en fáa dilka til að slátra. Þegar þannig háttar er fyrirtækið að tapa meira en einni milljón króna á dag í hvoru sláturhúsi. Afar mikilvægt er að í sláturtíðinni í haust lendum við ekki aftur í þeirri stöðu að hafa fullmönnuð sláturhús en fá ekki fé til slátrunar. Til þess að koma í veg fyrir það munum við núna í júní fara yfir niðurröðun sláturfjár með bændum og leitast þannig við að tryggja að haustslátrunin verði markviss og án uppihalds. Þannig verður nýting sláturhúsanna best og jafnframt hagkvæmust," segir Reynir.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook