Fréttir

Heimsóknir til Norðlenska vinsælar

Síðastliðinn föstudag komu 130 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Tækniháskólanum í heimsókn til Norðlenska á Akureyri. Heimsóknin var liður í vísindaferð skólanna til Akureyrar.

Síðastliðinn föstudag komu 130 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Tækniháskólanum í heimsókn til Norðlenska á Akureyri. Heimsóknin var liður í vísindaferð skólanna til Akureyrar.

Það færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir óski eftir að fá kynningu á starfsemi Norðlenska og er það Norðlenska ánægjuefni að geta gefið neytendum innsýn í starfsemi fyrirtækisins með þessum hætti.  Hópurinn fór í skoðunarferð um fyrirtækið þar sem Marel úrbeiningarlínan var skoðuð ásamt því að nemendurnir fengu fræðslu um upplýsingakerfi fyrirtækisins.

Að lokum þáði hópurinn léttar veitingar og gaf sig á tal við starfsfólk Norðlenska sem  veitti nemendunum allan þann fróðleik um Norðlenska sem þá þyrsti í.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook