Fréttir

Heimtaka kjöts með svipuðum hætti og áður

Í haustsláturtíðinni verður heimtaka kjöts með svipuðum hætti og undanfarin ár. Bændur skulu taka allt ferskt heimtökukjöt innan tveggja daga frá slátrun á Húsavík og Höfn. Að gefnu tilefni skal það ítrekað að bændur taki heimtökukjöt sitt í síðasta lagi viku eftir lok sláturtíðar.

Á  Akureyri og Egilsstöðum er ferskt kjöt afhent þremur dögum eftir slátrun og frosið kjöt fjórum dögum eftir slátrun. Bændur geta fengið heimt ökukjöt annað hvort ferskt eða frosið í heilum skrokkum eða frosið sjöpartasagað eða fínsagað.  Á Húsavík er kjötið afhent ferskt í sláturhúsi en frosið (sagað og ósagað) í húsnæði Rækjuvinnslunnar á Húsavík (sími 840-8882).

Á Höfn er kjötið afhent í sláturhúsinu.  

 

 

Á Akureyri gefst bændum kostur á að ná í heimtökukjöt í afgreiðslu Landflutninga við Tryggvabraut á hverjum virkum degi kl. 13-16. Hafið samband við Kristján Sigurðsson í síma 858-8939.

 

Á Egilsstöðum er kjötið einnig afhent í afgreiðslu Landflutninga virka daga kl. 13-16. Hafið samband við Helga eða Hlyn í síma 858-8831.  

 

Þess er óskað að bændur nálgist heimtökukjöt sitt í afgreiðslur Landflutninga á Akureyri og Egilsstöðum eins fljótt og mögulegt er. 

 

Teknar verða kr. 2.470 + vsk. fyrir slátrun pr. dilk og kr 2.800 + vsk. fyrir slátrun á fullorðnu. Ekki er greitt fyrir sjöpartasögun, en kr. 410 pr. dilk + vsk. fyrir fínsögun. Þessi gjöld eru óbreytt frá sl. hausti. Þar sem útflutningsskylda hefur verið felld niður er ekki lengur til s.k. heimtökuréttur. En Norðlenska hefur ákveðið að ofangreint gildi fyrir kjöt innan heimtökuréttar eins og hann var, eða 240 kg pr. lögbýli. Þeir sem taka meira heim en sem nemur heimtökurétti hafi samband við framleiðslustjóra, Reyni Eiríksson, í síma 840 – 8848.

 

Ástæða er til að undirstrika að óskir um heimtöku berist sláturhúsi á sérstöku eyðublaði eigi síðar en við komu fjárins í réttina. Þar skal tilgreina hvernig kjötið skal afhent, ferskt eða frosið, og þá hvernig sagað. Hafi eyðublaðið af einhverjum ástæðum glatast skal bent á að unnt er að nálgast það á heimasíðu Norðlenska.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook