Fréttir

Hetjurnar fengu rúmar 300 þúsund krónur

Gréta Björk Eyþórsdóttir og Ingvar Már Gíslason.
Gréta Björk Eyþórsdóttir og Ingvar Már Gíslason.
Norðlenska afhenti í dag Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi, styrk að upphæð 318.564 kr. Upphæðin er afrakstur leiks sem Norðlenska var með á Landbúnaðarsýningunni á Hrafnagili sem haldin var 10.-13. ágúst, samhliða árlegri handverkshátíð.

Í Hlöðunni, bás Norðlenska á Landbúnaðarsýningunni, var lukkhjól sem gestir gátu snúið gegn greiðslu sem rann óskipt til Hetjanna.

Að sögn Ingvars Gíslasonar, markaðsstjóra Norðlenska var  gríðarlega vinsælt að snúa hjólinu enda voru vinningslíkur mjög miklar.  Það er Norðlenska mikið ánægjuefni að geta stutt Hetjurnar með þessum hætti.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook