Fréttir

Hjóluðu hátt í 3000 kílómetra

Eyþór Viðarsson
Eyþór Viðarsson

Starfsmenn Norðlenska tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna af miklum krafti eins og í fyrra. Á Húsavík voru þrjú 10 manna lið en tvö lið á Akureyri. „Hér var mikil keppni í gangi og nú þegar eru sumir byrjaðir að spá í næsta ár og einn óskaði eftir því að fá úrslitablaðið sent til að skoða þetta,” segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík.

Í fyrra tóku 39 starfsmenn Norðlenska þátt í átakinu, tvö lið á Akureyri og tvö á Húsavík en nú hjóluðu alls 49 starfsmenn í vinnuna.

Hjólaðir/gengnir voru rúmlega 1.550 km í fyrra en nú hátt í 2900 km. Á síðasta ári hjóluðu starfsmenn á Akureyri um 900 km og Húsvíkingar um 650 km, sem fyrr segir, en nú sköruðu Húsvíkingar fram úr; hjóluðu alls 1818 km en Akureyringar 1045 km.

Norðlenska varð í 3. sæti í flokki fyrirtækja með 150-399 starfsmenn en í 5. sæti í fyrra.

Þeir starfsmenn sem hjóluðu lengst vor Eyþór Viðarsson á Húsavík sem lagði að baki 237 kílómetra og Ingólfur Þórsson á Akureyri sem hjólaði alls 186,6 km.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook