Fréttir

Metþungi dilka hjá Norðlenska á Höfn

Meðalvigt fjár hjá Norðlenska á Höfn á nýafstaðinni sláturtíð var 16,19 kg. Það er hvorki meira né minna en heilu kílói hærri meðalvigt en í fyrra og hækkunin er því6,5%.

Sláturtíðin gekk mjög vel að öllu leyti á Höfn að sögn Einars Karlssonar, sláturhússtjóra. Alls var slátrað 34.900 fjár, 32.700 dilkum og 2.200 fullorðnu fé. Meðalvigt var 16,19 kg sem áður segir en var 15,20 kg í fyrra.

Holdfylling í ár var 8,45 og fita 6,72.

Meðalvigt hefur aldrei verið hærri hjá Norðlenska á Höfn en nú, að sögn Einars Karlssonar.  „Ég hef í sjálfu sér enga sérstaka skýringu á því hve meðalvigtin er núna. Sumarið var þurrt og gott og þótt mönnum hafi fundist gróa seint hefur líklega verið að gróa í allt sumar og haustið var óvenjulegt miðað við síðustu þrjú eða fjögur ár. Það var fjallabjart og þurrviðri nánast alla daga. Undanfarin ár hefur verið standandi úrkoma,“ sagði Einar.

Sláturhússtjórinn segist hafa hrósað happi að ná að ljúka sláturtíð á tilsettum því síðan henni lauk hefur verið leiðindaveður. „Það hefur verið mikill vindur og stundum ekki hægt að hreyfa fjárflutningabíla.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook