Fréttir

Í hátíðarbúningi í úrbeiningunni á Húsavík

Undanfarin ár hefur skapast sú hefð hjá úrbeiningarmönnum Norðlenska á Húsavík, sem úrbeina allt hangikjötið frá Norðlenska sem landsmenn sporðrenna fyrir jólin,  að síðustu vikuna fyrir jól fari þeir í betri fötunum í vinnuna, meira að segja með bindi! Úrbeiningarmennirnir hafa ekki brugðið út af vananum í ár.

Á þessum síðustu dögum fyrir jól eru strákarnir í úrbeiningunni loksins farnir að sjá til sólar, ef svo má að orði komast. Að baki er hin árlega vinnutörn hjá þeim við að úrbeina læri og framparta í allar hangikjötsrúllurnar sem verða á hátíðarborðum landsmanna. Fyrir þessi jól hafa úrbeiningarmennirnir úrbeinað á annað hundrað tonn af kjöti í þessum tilgangi og því er full ástæða til þess að þessari jólatörn sé fagnað með því að bregða sér í betri fötin.

Á meðfylgjandi mynd eru úrbeiningarmenn á Húsavík með bindi um háls og hangilæri milli handanna.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook