Fréttir

Í miðri jólatörninni

"Við erum í miðri jólatörninni og þetta gengur bara ljómandi vel. Það sem af er hefur salan verið mjög góð og við gerum ráð fyrir að svo verði til jóla," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Á Húsavík er öll hangikjötsvinnsla Norðlenska, en sem kunnugt er er Norðlenska stærsti hangikjötsframleiðandi landsins. Það er því gríðarlegt magn af þessu góðgæti sem fer um hendur starfsmanna Norðlenska á Húsavík þessa dagana. "Við gerum ráð fyrir svipuðu magni af hangikjöti fyrir jólin og undanfarin ár. Við merkjum aukningu í tvíreyktu hangikjöti, það hefur smám saman verið að vinna sér sess á markaðnum. Fólki finnst gott að geta skorið sér flís af tvíreyktu hangikjötslæri á aðventunni," segir Sigmundur og bætir við að vert sé að undirstrika að ástæðulaust sé að frysta hangikjötið sem eigi að borða á jólunum, nóg sé að hafa það í kæli eða kaldri geymslu til jóla.

Auk hangikjötsins vill þjóðin allskyns þjóðlegar kræsingar fyrir jólin. Sigmundur segir að t.d. sé alltaf mikil sala á magál á þessum tíma árs.

Á Húsavík er allt reykt við tað, eins og vera ber. Gamla, góða aðferðin í hávegum höfð! Léttreykingin hjá Norðlenska er á Akureyri - t.d. svínahamborgarhryggirnir, Londonlamb og lambahryggir.

Að sögn Sigmundar var síðasti gámur ársins sendur í gær frá Húsavík til Færeyja með ýmsum vörum, þ.á.m. 4 tonnum af saltkjöti. Færeyingar kunna greinilega að meta saltkjötið, rétt eins og við.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook