Fréttir

Ingólfur Þórsson ráðinn verkstjóri í úrbeiningu

Ingólfur Þórsson
Ingólfur Þórsson
Ingólfur Þórsson hefur verið ráðinn verkstjóri í úrbeiningu Norðlenska á Akureyri og hefur hann þegar tekið við starfinu.

Ingólfur Þórsson er þaulreyndur kjötiðnaðarmaður, hefur starfað í greininni síðustu 26 ár. Á sínum tíma lærði hann kjötiðn í Kjötiðnaðarstöð KEA og lauk námi árið 1989. Síðan starfaði hann hjá Sláturfélagi Suðurlands, kjötvinnuslufyrirtæki í Danmörku og Fjallalambi á Kópaskeri, en hann kom til starfa hjá Norðlenska 1. janúar 2004.

Frá 1. júlí sl. hefur Ingólfur starfað sem verkstjóri í úrbeiningunni í afleysingum, en nú hefur hann tekið við starfinu.

"Undanfarin ár hef ég starfað við úrbeiningu hér á úrbeiningarlínunni. Í starfi verkstjóra fellst dagleg stjórnun hér í úrbeiningarsalnum, en að jafnaði eru níu starfsmenn í sjálfri úrbeiningunni og tveir til þrír í pökkuninni," segir Ingólfur en hann starfaði á sínum tíma sem vinnslustjóri hjá Fjallalambi og þekkir því vel til stjórnunar í kjötvinnslu.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook