Fréttir

Hið eina, sanna hangikjöt vinsælast

Ingvar Gíslason markaðsstjóri segir að gera megi ráð fyrir því að hver einasti Íslendingur borði hátíðarmat frá Norðlenska oftar en einu sinni um þessi jól. Hann segir að sala á jólakjötinu hefjist fyrir alvöru í þessari viku.

„Salan byrjar fyrir alvöru í þessari viku, fer síðan smám saman vaxandi og síðustu helgina verður algjör sprenging í kjötsölunni,“ segir Ingvar.

Hamborgarhryggurinn verður vinsæll, enda afar góður hátíðarmatur og á tiltölulega góðu verði miðað við margt annað og KEA hangikjötið hefur verið það vinsælasta ár eftir ár, það sýna allar okkar mælingar. Það er ekki nema furða því við höfum haldið í hefðbundnar framleiðsluaðferðir; hangikjötið er pækilsaltað, taðreykt á beini og úrbeinað eftir reykingu. Það eru afar fáir að framleiða með þessum hætti í dag, en hið eina sanna hangikjöt er framleitt með þessum hætti. Við höfum síðan lagt okkur fram um að bjóða þessar góðu vörur hvort sem það er KEA eða Húsavíkur hangikjöt, eða KEA hamborgarhryggur, á sanngjörnu verði og erum afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við fáum frá neytendum fyrir og eftir hver jól,“ segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook