Fréttir

Ingvar í stjórn færeysk-íslenska viðskiptaráðsins

Ingvar Már Gíslason.
Ingvar Már Gíslason.

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, var kjörinn í stjórn Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins á stofnfundi þess um síðustu helgi. Um 40 fyrirtæki gerðust stofnaðilar. Ráðinu er ætlað að styrkja enn frekar samskipti þjóðanna á sviði verslunar og viðskipta, vera vettvangur til að stofna til nýrra kynna og tækifæra sem og almennra skoðanaskipta. Níu eru í stjórn, fimm Færeyingar og fjórir Íslendingar.

Færeyskir fulltrúar í viðskiptaráðinu eru 20 og þeir íslensku ámóta margir, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Fastlega er reiknað með að fleiri bætist fljótlega í hópinn enda margir sýnt því áhuga. Stjórnarmenn eru þessir: Marita Rasmussen frá Føroya Arbeiðsgevarafelag, Debes Petersen frá Kemilux, Eyðun Joensen frá Poul Hansen, Jóhanna á Bergi frá Faroe Ship og Hendrik Egholm frá Magn. Frá Íslendi eru í stjórn, Gísli Gíslason frá Faxaflóahöfnum sem jafnframt er formaður, Ingvar Már Gíslason frá Norðlenska, Hjálmar Waag Arnason frá Keili og Þorgeir Baldursson frá Kvos/Odda.
 
„Norðlenska hefur átt farsæl viðskipti við færeysk fyrirtæki frá stofnun fyrirtækisins og því er það okkur mikilvægt að taka þátt í stofnun viðskiptaráðsins, við viljum efla enn frekar samstarf þjóðanna og teljum vera mikla möguleika fyrir íslensk og færeysk fyrirtæki til gagnkvæmra viðskipta,“ segir Ingvar Már Gíslason.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook