Fréttir

Ingvar ráðinn verkstjóri

Ingvar Stefánsson.
Ingvar Stefánsson.

Ingvar Stefánsson vélvirki hefur verið ráðinn verkstjóri í viðhaldsdeild Norðlenska á Akureyri. Gert er ráð fyrir að hann hefji störf 1. apríl í vor.

Alls sóttu 14 manns um þegar Norðlenska auglýsti fyrir jólin eftir verkstjóra í viðhaldsdeild fyrirtækisins á Akureyri, ýmist vélvirkjar eða rafvirkjar. Ingvar er 42 ára og hefur áralanga reynslu af viðhaldi véla og viðgerðum.

Svo skemmtilega vill til að um það leyti sem Ingvar hefur störf hjá Norðlenska lætur faðir hans, Stefán Karlsson, af starfi í viðhaldsdeildinni fyrir aldurs sakir.

Ingvar lærði vélvirkjun hjá Slippstöðinni og vann þar frá 1985 til 1991. Tók sveinspróf 1990. Síðan hefur hann unnið hjá Samherja sem Baadermaður (1991-2001), hjá Fiskeldi Eyjafjarðar við viðhald og bakvöktun (2001-2007) og er nú hjá K2M Kraftbílum (sem áður hét Vélaver).


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook