Fréttir

Innleggjendur skili inn sláturfjárloforðum til Norðlenska fyrir 8. ágúst

Nú fer að styttast í sauðfjársláturtíð, en eins og komið hefur fram hér á heimasíðu Norðlenska hefst sláturtíð á Húsavík 27. ágúst og á Höfn 21. september. Innleggjendur sem óska eftir því að leggja inn hjá Norðlenska í haust eru beðnir að skila inn sláturfjárloforðum fyrir 8. ágúst nk.

 

Hægt er að skila inn sláturfjárloforði  í bréfi eða á faxi. Einnig er unnt að senda inn sláturfjárloforð hér í gegnum heimasíðuna - sjá Bændur/Sláturfjárloforð. Síðast, en ekki síst er unnt að hringja inn sláturfjárloforð í síma 460 8850.

Fyrir þá sem slátra á Húsavík er póstfangið: Norðlenska, Þingeyjarsýslubraut, 640 Húsavík. Fax: 460-8881 og netfang: simmih@nordlenska.is

Fyrir þá sem sem slátra á Höfn er póstfangið: Norðlenska, Heppuvegi, 780 Höfn. Fax: 460-8871 og netfang: einar@nordlenska.is.

Verðskrá Norðlenska fyrir slátrun í haust hefur ekki verið ákveðin, en á það skal bent að fyrir þá sem eru með viðskiptasamning við Norðlenska, er kveðið á um að félagið greiði sambærilegt verð og aðrir sláturleyfishafar.

 

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook