Fréttir

Íslenskt lambakjöt þykir bragðast vel

Útflutningi til Ameríku á fersku lambakjöti er lokið þetta árið. Aldrei hefur meira magn verið selt til Bandaríkjanna en nú í haust, alls 85 tonn af fullunninni vöru eða 183 tonn umreiknað í DIA ígildi. Helmingur þessa magns var sendur í 4 skipasendingum.

          

      Útflutningi til Ameríku á fersku lambakjöti er lokið þetta árið.  Aldrei hefur meira magn verið selt til Bandaríkjanna en nú í haust, alls 85 tonn af fullunninni vöru eða 183 tonn umreiknað í DIA ígildi.  Helmingur þessa magns var sendur í 4 skipasendingum.
         Norðlenska hefur fengið í hendur viðhorfskönnun frá Whole Foods sem unnin var um íslenskt lambakjöt og er óhætt að segja að niðurstöðurnar séu glæsilegar.
       Á haustdögum voru haldnar vörukynningar á íslensku lambakjöti í fjölmörgum Whole Foods verslunum.  Neytendur voru meðal annars spurðir um bragð, útlit og verð á meðan á kynningum stóð í verslununum.  Úrtakið var um 3000 manns og er skýrslan samantekt úr 14 vörukynningum úr jafnmörgum verslunum. 
            Þegar neytendur vorur spurðir eftir viðbrögðum við bragði gáfu 73% aðspurðra kjötinu hæstu einkunn eða 5, hin 27% gáfu því 4. Þegar kom að útliti varanna gáfu 92% aðspurðra kjötinu 4 og 5 í einkunn.  Eins og gefur að skilja eru verðhugmyndir neytenda misjafnar en dómur þeirra sem smökkuðu íslenska lambið var í flestum tilvikum, að verðin væru sanngjörn,. Sumir hverjir vildu meina að ekki væri hægt að verðleggja íslenskt lambakjöt, það væri einfaldlega svo gott.

            Mörg skemmtileg  tilsvör komu frá neytendum og látum við nokkur fljóta með á enskri tungu.

¿Wow this is extraordinary flavour¿

¿I very much love this lamb, this is how lamb should be¿

¿No comment on the price of the lamb, lamb lovers don´t care about such things¿

¿Pricey, but worth it¿

      Nú þegar eru uppi áætlanir um að efla útflutning til Bandaríkjanna á næsta ári. Meðal annars hafa bændur verið hvattir til þess að koma með fé fyrr til slátrunar  næsta haust til að hægt sé að hefja útflutning fyrr en áður.  Eins og áður sagði hefur aldrei meira magn verið selt til Bandaríkjanna en á liðnu hausti.  Almennt gengu sölu- og markaðsmál vel.  Þó ber að nefna að styrking íslensku krónunnar gagnvart bandaríkjadal hefur haft mikil áhrif á útflutning þetta árið, dollar hefur lækkað um tæp 11% á árinu og um rúm 30% á milli árana 2001 ¿ 2003.  Þá gengu skipaflutningar ágætlega og er ljóst að fyrirtækið horfir til þess flutningsmáta í náinni framtíð til þess að hægt sé að stækka markaðssvæðið og lengja sölutímabilið.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook