Fréttir

Jarðgerðarstöð í rekstur á næsta ári

Við það er miðað að jarðgerðarstöð hefji rekstur í Eyjafirði á næsta ári og gangi samningar eftir verður hún staðsett á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit. Fest hafa verið kaup á tækjabúnaði í stöðina frá Finnlandi. Norðlenska er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa komið að undirbúningi málsins og á hlut í undirbúningsfélaginu Moltu ehf.

Með tilkomu jarðgerðarstöðvar mun minnka um allt að helming urðun úrgangs á Glerárdal. Til að byrja með er gert ráð fyrir að jarðgera um 10 þúsund tonn af lífrænum úrgangi frá fyrirtækjum í Eyjafirði, en í það heila falla til um 21 þúsund tonn af lífrænum úrgangi á ári í Eyjafirði.

Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs Akureyrar og stjórnarformaður Moltu ehf., segist vænta þess að fljótlega verði unnt að ganga frá samningum um lóð fyrir jarðgerðarstöðina á Þveráreyrum. Við það hafi verið miðað og vonandi gangi það eftir að unnt verði að taka stöðina í notkun fyrir sláturtíðina haustið 2008.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook