Fréttir

Jólahangikjötsvinnslan að hefjast

Í dag, 19. október, hefst vinnsla á jólahangikjötinu hjá Norðlenska á Húsavík og mun ekki af veita, enda er Norðlenska með drjúgt stóran hluta af hangikjötsmarkaðnum í landinu fyrir jólin. Vinnslan á hangikjötinu tekur töluverðan tíma og því segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, ekki eftir neinu að bíða með að hefja þessa vinnslu. “Við byrjum alltaf í hangikjötinu á þessum tíma, undir lok haustsláturtíðar. Við reykjum hangikjötið jafnt og þétt alveg framundir jól – jafnt virka daga sem helgidaga. Um 85% af hangikjötinu frá okkur er selt úrbeinað í rúllum, hangikjöt með beini er fyrst og fremst selt síðustu dagana fyrir jól,” segir Sigmundur. “Við vinnum þetta jafnt og þétt frá síðari hluta október þannig að við séum tilbúnir þegar salan hefst fyrir alvöru á síðustu vikunum fyrir jól.”

Í dag, 19. október, hefst vinnsla á jólahangikjötinu hjá Norðlenska á Húsavík og mun ekki af veita, enda er Norðlenska með drjúgt stóran hluta af hangikjötsmarkaðnum í landinu fyrir jólin. Vinnslan á hangikjötinu tekur töluverðan tíma og því segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, ekki eftir neinu að bíða með að hefja þessa vinnslu. “Við byrjum alltaf í hangikjötinu á þessum tíma, undir lok haustsláturtíðar. Við reykjum hangikjötið jafnt og þétt alveg framundir jól – jafnt virka daga sem helgidaga. Um 85% af hangikjötinu frá okkur er selt úrbeinað í rúllum, hangikjöt með beini er fyrst og fremst selt síðustu dagana fyrir jól,” segir Sigmundur. “Við vinnum þetta jafnt og þétt frá síðari hluta október þannig að við séum tilbúnir þegar salan hefst fyrir alvöru á síðustu vikunum fyrir jól.”

Sigmundur segir að hangikjötssalan sé í svipuðum farvegi frá ári til árs. Einn þáttur ráði þó töluvert miklu um söluna, hversu margir frídagar eru um jól og áramót. Því fleiri frídagar, því fleiri veislur og meiri hangikjötsneysla. Umtalsverð sala er líka til veitingahúsanna fyrir jólahlaðborðin, sem eru alltaf að verða vinsælli með hverju árinu og jólahlaðborðavertíðin hefur sömuleiðis verið að lengjast.

Norðlenska framleiðir nokkrar tegundir af hangikjöti.  Þekktustu vörumerki Norðlenska í hangikjötinu eru örugglega KEA-hangikjöt og Húsavíkurhangikjöt, sem eiga það sammerkt að þar er fylgt gömlum og góðum framleiðsluhefðum, sem hefur verið stuðst við í áratugi og markaðurinn kann vel að meta.

Sigmundur segir að umfang vinnslu Norðlenska á Húsavík hafi stóraukist á undanförnum þremur árum.  “Hjá Norðlenska á Húsavík er einfaldlega langstærsta lambakjötsvinnsla á landinu í dag. Þegar allt er talið eru ársstörfin hér um áttatíu talsins og það munar um minna í ekki stærra samfélagi. Í sláturtíðinni hafa verið að starfa hér 140 manns og þetta umfang skilar sér á margvíslegan hátt út í samfélagið hér – í gistingu, veitingasölu, verslun, flutningum og ýmsu öðru,” segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook