Fréttir

Jólasalan undirbúin

"Við höfum verið á fullu hér á Húsavík við að undirbúa jólahangikjötssöluna. Strax í næstu viku erum við með stórar pantanir, en mesta salan verður þó samkvæmt venju  frá 10. desember," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Sigmundur segir að mjög góð sala hefur verið í kjötvörum Norðlenska í nóvember - töluvert meiri en í sama mánuði í fyrra, sem gefi góð fyrirheit um desember. Sem dæmi um góða sölu í nóvember hefur verið að fara mun meira af t.d. hangiáleggi en áður, sem gefur hugmynd um vinsældir hangikjötsins frá Norðlenska.
Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni er áberandi meiri spurn en áður eftir tvíreyktu hangikjöti og einnig segir Sigmundur að aukinn áhugi sé á reyktu svokölluðu kindainnanlæri. Fyrir jólin er líka alltaf mikil sala í magál, sem á mörgum heimilum þykir ómissandi með laufabrauðinu.
"Við verðum líka með nýjar tegundir af marineruðum lambalærum sem eru þessa dagana að koma á markaðinn."

Sigmundur segir að óhætt sé því að segja að í mörg horn hafi verið að líta hjá starfsfólki Norðlenska á Húsavík að undanförnu og að sjálfsögðu verði mikið að gera framundir jól til þess að anna eftirspurninni. "Þetta er mikil vinnutörn hjá okkar fólki. Úrbeiningamennirnir okkar hafa til dæmis unnið langan vinnudag alveg frá því í september, til þess hreinlega að hafa undan. Starfsmennirnir okkar standa sig frábærlega vel og leggja sig alla fram. Hér er góð liðsheild sem skilar góðu verki," segir Sigmundur Hreiðarsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook