Fréttir

Karl Karlsson ráðinn gæðastjóri

Karl Karlsson, nýr gæðastjóri Norðlenska.
Karl Karlsson, nýr gæðastjóri Norðlenska.

Karl Karlsson dýralæknir hefur verið ráðinn í starf gæðastjóra hjá Norðlenska. Á árunum 2002 til 2005 vann Karl við gæðaeftirlit hjá Norðlenska og þekkir því vel til fyrirtækisins. Hann hefur fjölbreytta reynslu af störfum á sviði gæða- og eftirlitsmála m.a. sem héraðs- og eftirlitsdýralæknir hjá Matvælastofnun, sérfræðingur á sviði náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun og sem gæðastjóri lyfjafyrirtækis í Danmörku.

Karl mun heyra beint undir framkvæmdastjóra. Hann kemur inn í framkvæmdastjórn Norðlenska og telja forráðamenn þess að reynsla hans og menntun muni styrkja stjórnendateymi fyrirtækisins.

Undanfarin ár hefur Sigurgeir Höskuldsson sinnt starfi gæða- og vöruþróunarstjóra, en hann mun nú einbeita sér eingöngu að vöruþróun. Um leið og Sigurgeiri eru þökkuð mjög góð störf við gæðastjórnun hjá Norðlenska er Karl boðinn velkominn í hópinn.

Gert er ráð fyrir að Karl hefji störf 1. júní.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook