Fréttir

Karl til ESA - Bára ráðin gæðastjóri

Bára Heimisdóttir.
Bára Heimisdóttir.

Bára Heimisdóttir dýralæknir hefur verið ráðin gæðastjóri Norðlenska. Karl Karlsson, sem ráðinn var gæðastjóri fyrr á árinu, hefur fengið starf hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel. Hann heldur utan í haust.

Bára hefur síðustu átta ár unnið hjá Matvælastofnun. Hún er menntuð í Noregi, útskrifaðist árið 1998 frá dýralæknaháskólanum í Osló og starfaði sjálfstætt sem dýralæknir ytra til 2005 að hún fluttist til Akureyrar og kom til starfa hjá Matvælastofnun.

„Ég er bóndadóttir frá Grenivík. Er því fæddur og uppalinn Eyfirðingur,“ segir Bára þegar spurt er um upprunann.

„Gæðastjóri heldur utan um innra eftirlit, að gæðakerfi séu virk og að öllum opinberum kröfum varðandi öryggi matvæla sé framfylgt á öllum stigum,“ segir hún. Bára hefur störf hjá Norðlenska í síðasta lagi 1. október en vonast jafnvel til þess að geta byrjað eitthvað fyrr.
Eiginmaður Báru er Óðinn Valsson og þau eiga tvo drengi, níu og 11 ára.


Spennandi starf í Brussel

ESA hefur aðsetur í Belgíu en hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að EFTA ríkin virði skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum. 

Karl mun starfa á sviði sem sér um eftirlit með matvælaöryggi, heilbrigði og velferð dýra svo nokkuð sé nefnt.

„Ég hef lengi haft augastað á þessu starfi, í framhaldi af því sem ég hef verið að sýsla við. Ég upplýsti Norðlenska um að þessi staða gæti komið upp áður en ég réð mig til fyrirtækisins og vistaskiptin eru unnin í samráði og sátt við forráðamenn fyrirtækisins, segir Karl.

Fimm dýralæknar vinna á ESA-skrifstofunni og segir Karl starfið mjög spennandi. Aðalstarf hans verður að gera úttektir á framkvæmd reglna í EFTA-ríkjunum. Og hann kveður Norðlenska sáttur. „Mér finnst fyrirtækið í mjög góðu standi og tel það mjög heppið að fá Báru til liðs við sig.“


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook