Fréttir

KEA hamborgarhryggurinn bestur að mati sérfræðinga DV

KEA hamborgarhryggurinn frá Norðlenska hefur verið valinn sá besti í árlegri smökkun DV. Þetta er annað árið í röð sem KEA hamborgarhryggurinn hreppir þennan titil. Ellefu hamborgarhryggir voru smakkaðir í ár en DV fékk valinkunna matreiðslumenn til að dæma þá.

Hamborgarhryggurinn er einn vinsælasti hátíðarmatur Íslendinga, eins og segir í umfjöllun DV í dag, og fenginn var góður hópur af matreiðslumönnum til að smakka hann í ár. Í dómnefndinni sátu Björgvin Mýrdal, yfirmatreiðslumaður á Hótel Búðum, Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Gallery Restaurant, Hótel Holti, Gissur Guðmundsson, forseti Heimssamtaka matreiðslumanna, Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari á veitingahúsinu Horninu, Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumaður og veitingahúseigandi, og Þráinn Freyr Vigfússon, yfirmatreiðslumaður á Kolabrautinni í Hörpu.

Gáfu einkunn frá 0 til 10

DV segir í dag: „Bragðkönnunin fór fram með þeim hætti að DV fór í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og keypti 11 tegundir af hamborgarhryggjum. Kjötið var eldað daginn fyrir smökkunina og borið fram kalt á númeruðum bökkum, þannig að ekki var nokkur leið fyrir dómnefndina að vita um hvaða framleiðanda var að ræða. Með þessu fengu dómararnir laufabrauð, malt og appelsín, auk þess sem vatn var á boðstólum. Dómararnir gáfu hverjum hamborgarhrygg einkunn á bilinu 0 til 10. Einnig voru hryggirnir vigtaðir fyrir og eftir suðu og mælt hve mikið þeir rýrnuðu.“

Frétt DV


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook