Fréttir

Kjöt frá Norðlenska á breskan neytendamarkað

Unnið í kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík í vikunni.
Unnið í kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík í vikunni.

Lambakjöt frá Norðlenska verður fljótlega boðið til sölu á neytendamarkaði í London, bæði frosin læri og hryggir. Um er að ræða hinn víðfræga Smithfield markað, sem starfræktur hefur verið í hundruð ára.

„Við höfum selt kjöt á Smithfield markaðinn, en eingöngu til kjötvinnsla þar sem vinna úr því og selja,“ segir Reynir B. Eiríksson framleiðslustjóri Norðlenska. „Nú hefur verið óskað eftir því að lambakjöt frá okkur verði selt í neytendaumbúðum á Smithfield markaðnum og frosin læri og hryggir verða komin þar í sölu fljótlega undir merki Goða - eins af vörumerkjum Norðlenska.“

Breska fyrirtækið sem selja mun lamabakjötið beint til neytenda á markaðnum hyggst einnig bjóða það til sölu á heimasíðu sinni. Ekki er enn ljóst um hve mikið magn verður að ræða.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook