Fréttir

Kjötkrókur fékk KEA-hangikjöt

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhendir Kjötkróki hið árlega KEA-hangikjötslæri.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhendir Kjötkróki hið árlega KEA-hangikjötslæri.

Í hálfa öld hefur Kjötkrókur jólasveinn, örugglega frægasti jólasveinn á Akureyri, mætt í húsakynni Norðlenska – áður Kjötiðnaðarstöðvar KEA – og verið leystur út með dýrindis KEA-hangikjötslæri. Í dag, 1. desember, var hinn árlegi hangikjötsdagur Kjötkróks. Hann mætti galvaskur í Norðlenska og þar beið hans ilmandi KEA-hangikjötslæri.

Í hálfa öld hefur Kjötkrókur jólasveinn, örugglega frægasti jólasveinn á Akureyri, mætt í húsakynni Norðlenska – áður Kjötiðnaðarstöðvar KEA – og verið leystur út með dýrindis KEA-hangikjötslæri. Í dag, 1. desember, var hinn árlegi hangikjötsdagur Kjötkróks. Hann mætti galvaskur í Norðlenska og þar beið hans ilmandi KEA-hangikjötslæri.

“Þetta er dásamleg lykt,” sagði sveinki þegar hann rak inn nefið. “Ég verð að hafa kjötlæri undir hendinni þegar ég fer og banka upp á hjá fólki. Og það kemur ekkert annað til greina en KEA-hangikjöt, það hefur reynst mér best,” sagði Kjötkrókur þegar hann tók við lærinu úr hendi Ingvars Más Gíslasonar, markaðsstjóra Norðlenska.

Sem fyrr segir hefur Kjötkrókur verið Akureyringum til yndis og ánægju í hálfa öld. Hann var því í afmælisskapi þegar hann heilsaði upp á starfsfólk Norðlenska í dag. “Blessaður vertu, þetta er alltaf jafn rosalega gaman. Hálf öld, hvað er það? Nei, nei, ég eldist ekki neitt,” sagði Kjötkrókur um leið og hann gekk hróðugur út úr húsi Norðlenska.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook