Fréttir

Kjötmeistari Íslands frá Norðlenska

Kjötmeistarar Norðlenska með verðlaunagripina
Kjötmeistarar Norðlenska með verðlaunagripina
Kjötmeistarar Norðlenska sópuðu að sér verðlaunum í Kjötmeistarakeppni Íslands sem fram fór nú um helgina á sýningunni Matur 2004. Elvar Óskarsson er Kjötmeistari Íslands en hann hlaut 298 stig af 300 mögulegum.

Kjötmeistarar Norðlenska sópuðu að sér verðlaunum í Kjötmeistarakeppni Íslands sem fram fór nú um helgina á sýningunni Matur 2004.  Elvar Óskarsson er Kjötmeistari Íslands en hann hlaut 298 stig af 300 mögulegum. Elvar hlaut gullverðlaun fyrir Olsen salami, Bratwurst pylsur, Lifrapylsu, Pedersen salami, Vínarpylsur og Hangilæri.  Þá fékk Elvar sérstök verðlaun fyrir bestu afurð úr svínakjöti, gefin af Svínaræktarfélagi Íslands, en þau verðlaun hlaut hann fyrir Bratwurst pylsur. 
      Árangur annarra kjötmeistara Norðlenska var ekki síðri því Arnar Guðmundsson, Kjötmeistari Íslands frá síðustu keppni, hafnaði í 3 sæti með 292 stig og þrenn gullverðlaun.  Þá hlaut Arnar Lambaorðuna sem gefin er af  Landsamtökum sauðfjárbænda þeim kjötiðnaðarmanni sem flest stig hlýtur fyrir innsendar vörur úr lambakjöti.  Kristján R. Arnarson hafnaði í 5 sæti með 290 stig og þrenn gullverðlaun.  Að auki fékk Óskar Erlendsson tvenn gullverðlaun og Rögnvaldur Óli Pálmason eitt gull.  Óskar tók ekki þátt í heildarstigakeppninni og sendi aðeins inn 2 vörur.  Árangur kjötmeistara Norðlenska í keppninni er mikil viðurkenning fyrir þá fag- og gæðavinnu sem unnin hefur verið hjá Norðlenska undanfarin ár. 
   Til hamingju strákar!!!


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook