Fréttir

Kúabændur í heimsókn

Rekjanleiki framleiðslunnar var kynntur fyrir hópnum
Rekjanleiki framleiðslunnar var kynntur fyrir hópnum
Norðlenska fékk góða gesti í heimsókn síðastliðin föstudag þegar fulltrúar á aðalfundi Landsambandi kúabænda komu í skoðunar- og kynnisferð um fyrirtækið.

Norðlenska fékk góða gesti í heimsókn síðastliðin föstudag þegar fulltrúar á aðalfundi Landsambandi kúabænda komu í skoðunar- og kynnisferð um fyrirtækið.
Gengið var með hópinn um stórgripasláturhús Norðlenska ásamt því að Marel úrbeiningarlínan var skoðuð.  Starfsmenn Norðlenska fylgdu hópnum og kynntu fyrir þeim þær breytingar sem hafa átt sér stað í framleiðslu og upplýsingatækni Norðlenska á undanförnum árum.  Sérstaklega vakti athygli sá upplýsingagrunnur sem Norðlenska hefur byggt upp og lýstu margir kúabændur yfir áhuga á að fá aðgang að upplýsingum meðal annars um nýtingu innlagðra gripa.  Það er Norðlenska mikið ánægjuefni að geta tekið á móti viðskiptavinum sínum með þessum hætti.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook