Fréttir

Kynningarfundum með framleiðendum lokið

Frá fundinum á Narfastöðum
Frá fundinum á Narfastöðum
Síðastliðna viku hafa forsvarsmenn Búsældar ehf, KEA svf og Norðlenska ehf fundað með framleiðendum á innleggjenda svæði Norðlenska. Þrír fundir voru haldnir, á Hótel Valaskjálf á Egilstöðum, í Hlíðarbæ í Eyjafirði og á Narfastöðum í Reykjadal. Boðað var til fundanna til að kynna hluthafasamkomulag í einkahlutafélaginu Búsæld og eins viðskiptasamning kjötframleiðenda og Norðlenska.

Síðastliðna viku hafa forsvarsmenn Búsældar ehf, KEA svf og Norðlenska ehf fundað með framleiðendum á innleggjenda svæði Norðlenska.  Þrír fundir voru haldnir, á Hótel Valaskjálf á Egilstöðum, í Hlíðarbæ í Eyjafirði og á Narfastöðum í Reykjadal.  Boðað var til fundanna til að kynna hluthafasamkomulag í einkahlutafélaginu Búsæld og eins viðskiptasamning kjötframleiðenda og Norðlenska.

     Ágætlega var mætt á alla fundina og skipst var á málefnalegum skoðunum.  Á fundinum kom fram að bændur telja það hagsmunamál að þeir komi að eignarhaldi Norðlenska með beinum hætti.  Þeir vilja tryggja rekstur afurðastöðva á þeirra innleggjendasvæði og að tryggt sé að þeir sem gera viðskiptasamning hafi forgang að slátrun hjá Norðlenska.  Nú þegar hafa nokkrir framleiðendur gert skriflegan samning við Búsæld og Norðlenska. 
Stærstu hluthafarnir í Norðlenska, KEA og Búsæld hafa tekið upp gott samstarf sem meðal annars felst í því að KEA aðstoðar Búsæld við fjármögnun til að eingast Norðlenska.

Á fundinum á austurlandi kom fram þessi staka, höfundur er
Jón Guðmundsson.


¿Nú eru stækkunar stundir
Stöðurnar útmældar
Aðalsteinn kom ekki undir
Í upphafi Búsældar¿


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook