Fréttir

Lambaréttur að hætti Pakistana algjört lostæti

Honorata Burylo, Masud Sharif og Steinunn Harðardóttir.
Honorata Burylo, Masud Sharif og Steinunn Harðardóttir.

Einn þeirra sem komið hafa ár eftir ár til vinnu hjá Norðlenska í sláturtíðinni, Pakistaninn Masud Sharif - gjarnan kallaður Tarzan - sá um að elda í mötuneyti fyrirtækisins á Húsavík í hádeginu dag. Bauð hann upp á rétt úr lambakjöti og þótti maturinn algjört lostæti.

Sharif byrjaði að elda klukkan hálf átta í morgun þannig að allt yrði klárt í hádeginu. Hann bar lambaréttinn fram í þremur styrkleikaflokkum; kallaði þá soft, medium og strong - sá fyrsti var sem sagt mildur, annar miðlungi sterkur á bragðið og sá þriðji sterkur. Ekki var sá síðasttaldi þó um of því allt kláraðist og stóðu menn á blístri. Voru afköst semt ekki síðri eftir hádegið í dag en venjulega.

Meðfylgjandi mynd var tekin í hádeginu í dag, sem og önnur sem hægt er að sjá á myndasíðunni - þar eru Christopher Kane, Mowafaq El Masri, Masud Sharif (Tarzan) og Kristján Pálmi Óskarsson.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook