Fréttir

Langir vinnudagar en allir með bros á vör

Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir og Steinunn Harðardóttir.
Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir og Steinunn Harðardóttir.

„Áætlanir okkar í sambandi við magn og afgreiðslu gengu virkilega vel upp og við erum mjög sátt hvernig til tókst,” segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík, spurður út í saltkjötsvertíðina vegna sprengidagsins. Hann gerir ráð fyrir að um 150.000 manns borði saltkjöt frá Norðlenska í dag.

„Það er ljóst að söludeild og framleiðslan hafa unnið mjög vel saman að þessu verkefni, enda vant og gott starfsfólk á báðum stöðum,” segir Sigmundur. Hér í framleiðslunni tókst fólk á við þetta verkefni með bros á vör, þrátt fyrir að dagarnir hafi verið í lengra lagi og þó nokkur pressa á köflum, en eins og einn sagði þá er þetta bara gaman í góðum félagsskap.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook