Fréttir

Leita að reyndum kjötskurðarmönnum

„Við auglýstum fyrir jól eftir kjötiðnaðar- og kjötskurðarmönnum, en við fengum sáralítil viðbrögð. Við erum því enn að leita eftir mönnum með þessa menntun og/eða mikla og góða reynslu í úrbeiningu í þessi störf, sérstaklega á Húsavík en líka í sumarafleysingar á Akureyri með möguleika á framtíðarráðningu. Miðað við hversu lítil viðbrögð við höfum fengið virðist sem staða kjötiðnaðarmanna á vinnumarkaði sé góð um þessar mundir," segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

Jóna segir að töluvert af starfsumsóknum hafi borist fyrirtækinu að undanförnu um almenn störf, en sem stendur haldi fyrirtækið að sér höndum með ráðningar, enda sé þetta sá tími árs sem minnst sé umleikis í starfseminni. „Á síðstu vikum og mánuðum hafa á bilinu 10 til 15 erlendir starfsmenn okkar, fyrst og fremst Pólverjar, snúið til síns heimalands vegna rýrnunar kjara með gengisfalli krónunnar. Nokkrir af þessum starfsmönnum voru þaulvanir kjötskurðarmenn og við höfum því þurft að fylla í þeirra skörð. Bæði höfum við fært til fólk innan fyrirtækisins og einnig höfum við sem sagt auglýst eftir kjötiðnaðarmönnum," segir Jóna.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook