Fréttir

Líf og fjör á Hrafnagili

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að Hrafnagili í gær og þangað verður örugglega stöðugur straumur alla helgina. Þar er nú hin árlega handverkshátíð, sem að þessu sinni fer fram í 20. skipti. Samhliða er haldin landbúnaðarsýning í tilefni 80 ára afmælis Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Norðlenska er með bás á Hrafnagili og þar var gestkvæmt í gær.

Það var í nógu að snúast hjá Magnúsi Sigurólasyni og öðrum starfsmönnum Norðlenska í hlöðunni, eins og básinn er kallaður. Magnús gaf fólki að smakka ýmislegt góðgæti og margir keyptu sér kræsingar á kynningarverði.

Gestir hlöðunnar fá tækifæri til að snúa lukkuhjóli fyrir 200 krónur, ýmsir vinningar eru í boði en nöfn þeirra heppnustu fara í pott og dregið verður eftir helgina um grillveislu fyrir heila fjölsyldu. Peningarnir sem koma inn úr lukkuhjólsleiknum renna allir til Hetjanna - félags langveikra barna á Akureyri.

Svæðið á Hrafnagili er opið í dag og á morgun frá kl. 12 til 19 og á mánudag kl. 12 til 17.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook