Fréttir

Líflegur júlímánuður

Júlímánuður var góður sölumánuður hjá Norðlenska og seldist grillkjöt mjög vel. Vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík segir að neytendur hafi kunnað vel að meta framleiðsluvörur Norðlenska og þá hafi veðurfar verið einkar hagstætt til glóðarsteikingar, einkum um sunnanvert landið.

"Ég held að sé óhætt að segja að nýliðinn júlí sé annar stærsti sölumánuður Norðlenska í sögunni. Það var mikil sala á grillkjöti og þar hafði tíðarfarið afgerandi áhrif. Framan af júní var frekar róleg sala, en um leið og veðrið batnaði á suðvesturhorninu stórjókst sala í grillkjöti og hún hefur haldist mjög góð allan júlí. Auðvitað hefur veðrið mikil áhrif, en við erum líka með mjög góðar vörur sem fólki líkar vel. Ný grilllína Norðlenska hefur fengið mjög góðar viðtökur," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

"Vissulega hefur verið mikið álag á starfsfólk hjá okkur á undanförnum vikum til þess að mæta þessari miklu eftirspurn, en það hefur staðið sig frábærlega - jafnt fastráðið fólk sem sumarafleysingakrakkarnir," segir Sigmundur og bætir við að eftir verslunarmannahelgi sé reynslan sú að verulega dragi úr spurn eftir grillkjöti. "Einhvern veginn er það nokkuð ríkt í þjóðarsálinni að draga úr neyslu á grillkjöti eftir verslunarmannahelgina," segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook