Fréttir

Lifrarpylsa og blóðmör án innihaldslýsinga

Vegna mistaka vantaði innihaldslýsingu á tvær vörur frá Norðlenska nýverið, lifrarpylsu og blóðmör. Þetta eru hefðbundnar íslenskar uppskriftir en í þeim eru hráefni sem geta valdið óþoli hjá sumu fólki.

Um er að ræða Goða lifrarpylsu, frosin 4 stk. í poka og Goða blóðmör frosinn 4 stk. í poka. Í vörunum eru hráefni sem geta valdið óþoli hjá sumu fólki, sem fyrr segir, en varan er að öðru leyti í lagi. Búið er að laga innihaldslýsingarnar en þeir sem keypt hafa þessa vöru og eru með óþol tengd hráefnum í henni, geta skilað vörunni til Norðlenska ehf. Grímseyjargötu, Akureyri. Gæðastjóri veitir nánari upplýsingar í síma 4608883.

Innihaldslýsingarnar eru eftirfarandi:

Lifrarpylsa frosin 4 stk. í poka, vörunúmer 69892

Innihald: Lambalifur, lambamör, vatn, undanrennuduft, rúgmjöl, haframjöl, hveiti, salt.  

Næringargildi í 100g:

Orka       1310 kJ / 315 kkal

Prótein                       10 g

Kolvetni                      17 g

Fita                            23 g

Natríum                     0,6 g

Frystivara: Geymist við -18°C. Framleiðandi: Norðlenska ehf. Húsavík, sími: 4608800.

 

Blóðmör frosin 4 stk. í poka, vörunúmer 69893

 

Innihald: Lambamör, lambablóð, vatn, rúgmjöl, haframjöl, salt.

 

Næringargildi í 100g:

 

Orka      1.555 kJ / 375 kkal

 

Prótein                         8 g

 

Kolvetni                      16 g

 

Fita                            31 g

 

Natríum                     0,6 g

 

Frystivara: Geymist við -18°C. Framleiðandi: Norðlenska ehf. Húsavík, sími: 4608800.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook