Fréttir

Erlendir starfsmenn á íslenskunámskeiði á Húsavík

Hluti þátttakenda með Guðrúnu kennara.
Hluti þátttakenda með Guðrúnu kennara.

Frá því í lok janúar hafa fjórtán erlendir starfsmenn Norðlenska á Húsavík stundað íslenskunám, sem er á vegum fyrirtækisins Marvís á Akureyri.

Námskeiðinu, sem í það heila var 40 kennslustundir, lauk á dögunum og var punkturinn yfir i-ið pizzuveisla og við það tækifæri var öllum þátttakendum afhend viðurkenningarskjöl.

Sambærileg námskeið hafa verið haldin hjá Norðlenska á Húsavík og Akureyri. Margvís, sem er í eigu Guðrúnar Blöndal, hefur sérhæft sig í slíkri starfstengdri íslenskukennslu.

Á myndinni hér að neðan er hluti þátttakenda á námskeiðinu með kennaranum sínum, Guðrúnu Björnsdóttur á Húsavík.

 

slenskunmskei_03.08_002_640


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook