Fréttir

Matreiðslumeistarar í heimsókn

Félagar í Klúbbi matreiðslumeistara (KM) heimsóttu Norðlenska nýverið þegar KM Norðurland hélt marsfund á Akureyri. Þeim var boðið í skoðunarferð um fyrirtækið og kynnt starfsemin.

Á heimasíðu KM segir m.a. svo frá:

Marsfundur KM Norðurland var haldinn 8. mars s.l. Norðlenska bauð okkur í skoðunarferð um fyrirtækið þar sem Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri, Reynir Eiríksson framleiðslustjóri og Magnús Sigurólason þjónustustjóri tóku á móti okkur og kynntu fyrir okkur starfsemi sína. Að lokinni kynningu fengum við léttar veitingar.

Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum La Vita é bella þar sem Norðlenska bauð til kvöldverðar. Snæbjörn Kristjánsson ritari klúbbsins las upp fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt með lófaklappi.

Kristinn Frímann Jakobsson tók meðfylgjandi mynd og fleiri myndir frá heimsókninni í Norðlenska og fundinu á La Vita é bella má sjá á heimasíðu KM:

http://www.freisting.is/v.asp?page=591&Article_ID=5227


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook