Fréttir

Með púlsinn á gæðamálunum

“Þetta er mjög skemmtilegt og áhugavert starf. Satt best að segja enn skemmtilegra en ég átti von á,” segir Anna María Jónsdóttir, gæðastjóri Norðlenska, en hún hóf störf hjá fyrirtækinu í desember sl.,en hafði áður unnið við gæðaeftirlit á rannsóknarstofu Vífilfells á Akureyri.
Anna María segir að fyrstu vikurnar og mánuðina sé hún á fullu að setja sig inn í starfið, enda í mörg horn að líta. Hún er með gæðamálin á sinni könnu í öllum starfsstöðvum Norðlenska – á Akureyri, Húsavík og Höfn. Í dag var hún á Húsavík og á morgun, föstudag, liggur leiðin til Hafnar.“Þetta er mjög skemmtilegt og áhugavert starf. Satt best að segja enn skemmtilegra en ég átti von á,” segir Anna María Jónsdóttir, gæðastjóri Norðlenska, en hún hóf störf hjá fyrirtækinu í desember sl.,en hafði áður unnið við gæðaeftirlit á rannsóknarstofu Vífilfells á Akureyri.
Anna María segir að fyrstu vikurnar og mánuðina sé hún á fullu að setja sig inn í starfið, enda í mörg horn að líta. Hún er með gæðamálin á sinni könnu í öllum starfsstöðvum Norðlenska – á Akureyri, Húsavík og Höfn. Í dag var hún á Húsavík og á morgun, föstudag, liggur leiðin til Hafnar.
Gæðamálin eru verkefni sem aldrei lýkur. Í þeim efnum þurfa allir starfsmenn sem að framleiðslunni koma að vera vel með á nótunum og sofna aldrei á verðinum. Anna María segir að fylgt sé gæðahandbók og hún vinni náið með verkstjórunum á hverjum stað.
“Varðandi gæðamálin eru almennt auknar kröfur í matvælavinnslu. Norðlenska hefur og vill áfram standa framarlega í þessum efnum. Það er afar mikilvægt,” segir Anna María.
Að fjölmörgu þarf að huga varðandi framleiðslu matvæla. Nefna má gæði vatnsins, hitastig í vinnslunni, að rétt sé staðið að þrifum o.s.frv. Eftirlit með þessum þáttum er á borði Önnu Maríu og fjölmargir aðrir þættir.

Anna María er sjávarútvegsfræðingur að mennt, útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri vorið 2005. Hún segist vissulega hafa stefnt að því að vinna að sjávarútvegsmálum að loknu námi, en mál hafi hins vegar æxlast þannig að henni hafi boðist starfið í Vífilfelli og síðan að taka að sér gæðamálin hjá Norðlenska. Hún hafi ákveðið að slá til og sjái ekki eftir því, þetta sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt starf.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook