Fréttir

Með púlsinn á gæðamálunum

Björn Steingrímsson, gæðastjóri
Björn Steingrímsson, gæðastjóri
"Gæðastjórnun í kjötvinnslu er vissulega töluvert frábrugðin gæðastjórnun í fiskvinnslunni, þó svo að markmiðið sé alltaf það sama; að fylgja öllum gæðastöðlum og framleiða fyrsta flokks vörur," segir Björn Steingrímsson, gæðastjóri Norðlenska, sem hóf störf hjá fyrirtækinu í vor, en áður hafði hann starfað sem gæða- og verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Festi ehf í Hafnarfirði.  

"Já, ég hef meira og minna starfað við fiskvinnslu síðustu tuttugu og fimm ár. Síðustu árin hjá Festi og þar áður í fimm ár hjá Samherja. ""Ég hef hins vegar aldrei áður starfað í kjötvinnslu og því var þetta nýtt fyrir mér. Hins vegar er þetta í grunninn ekki ósvipað og ég var að fást við í gæðamálunum hjá Festi og þaráður Samherja. Sem gæðastjóri viðheld ég gæðahandbókum og sé um að þeim sé fylgt. Í rauninni má segja að gæðastjórnun feli í sér eftirlit með vörunni í gegnum vinnsluna og út í verslanir. Starfssviðið er víðtækt og fjölþætt. Gæðakröfurnar eru vaxandi á öllum stigum framleiðslunnar," segir Björn

Það er í mörg horn að líta hjá gæðastjóra Norðlenska. Í dag var hann t.d. á Húsavík ásamt fulltrúum ESA (Ítali og Norðmaður) og Matvælastofnunar, sem voru að taka vinnslu Norðlenska þar út, fyrst og fremst með tilliti til rekjanleika vara, en sem kunnugt er hefur þróunin verið í þá átt í bæði kjöt- og fiskvinnslu og stefnir allt í að innan fárra ára verði gerð krafa um rekjanleika nautakjöts frá framleiðanda til neytanda. 

bjorn__a_breiddina_640


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook