Fréttir

Skemmtileg vísa frá Ingibjörgu í Gnúpufelli

Vani fyrri ára var að senda bændum fréttabréf um mánaðamótin júlí-ágúst ásamt eyðublöðum varðandi sauðfjárslátrun. Í haust var þetta sett á vef Norðlenska en ekki póstlagt. Af því tilefni fékk fyrirtækið vísu frá þeirri sómakonu, Ingibjörgu í Gnúpufelli.

Ég til ykkar skrifa þó taki því vart.

Ég tel vera framhjá mér gengið.

Mér þykir í sannleika helvíti hart

að hafa öngvan blaðsnepil fengið.

Svala Stefánsdóttir á skrifstofu Norðlenska svaraði:

 

Æ-i; mín Ingibjörg, ei var það gott,

að enginn þér blaðsnepill barst.

Sendi þér Fréttabréf fínt og flott.

Fyrirgefðu!! Þú þolinmóð varst. 

 

Svar frá Ingibjörgu; Heil og sæl Svala! Ég sendi þér kveðju mína og þökk fyrir lipurð og hlýju frá fyrstu tíð. En... 

 

Hornkerling virtist ég vera,

var hér um stoltið að tala.

Ekkert er annað að gera

en afsökun færa þér Svala. 

 

Síðan kom þessi:

 

„Snepilinn“ fékk ég frá þér

fór inn og las‘ann hjá mér

ligg nú sem lamaður api

því lömbin mín deyja með tapi.

(samanber rökstuðning fyrir öngvum hækkunum til·bænda) 

Hlý kveðja, Ingibjörg Bjarnadóttir Gnúpufelli. 

 

Svo var það Andrés Björnsson á Borgarfirði eystri sem sendi Svölu þessa vísu.

Ef þú situr sæl og glöð

Svala mín við tölvuskjá.

Númerin í réttri röð

rosa væri gott að fá.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook