Fréttir

Mikill áhugi á innflutningi á nautahakki

Í upphafi árs auglýsti Landbúnaðarráðuneytið tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa og alifuglakjöti. Mikill áhugi virðist vera á þessum innflutningi þar sem 19 fyrirtæki sóttu um kvóta vegna innflutnings á nautahakki en 15 fyrirtæki um kvóta vegna innflutnings á kjúklingaafurðum.

Í upphafi árs auglýsti Landbúnaðarráðuneytið tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa og alifuglakjöti.  Mikill áhugi virðist vera á þessum innflutningi þar sem 19 fyrirtæki sóttu um kvóta vegna innflutnings á nautahakki en 15 fyrirtæki um kvóta vegna innflutnings á kjúklingaafurðum.

 

            Athygli vekur að samtals sóttu fyrirtækin 19 um kvóta sem nemur 613.000 kg, en aðeins 80.000 kg voru í boði.  Sama gildir um kjúklingaafurðir, en fyrirtækin 15 sóttu alls um 406.000 kg, en aðeins 50.000 voru í boði.  Í ljósi þessa mun fyrirtækjunum verða gefin kostur á að gera tilboð í tollkvótana. 

Tollkvótunum verður síðan úthlutað hæstbjóðanda.  Í upphafi næstu viku mun síðan verða ljóst hverjir munu fá tollkvótana.

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook