Fréttir

Mjög góð sala á jólamatnum

Síðustu daga hefur að vonum verið mikið að gera í vinnslusölum Norðlenska og sömuleiðis hefur sölu- og dreifingarfólk haft í mörg horn að líta við að koma framleiðsluvörum Norðlenska í verslanir fyrir þessa síðustu verslunardaga fyrir jól.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að þessi jólatörn hafi almennt gengið mjög vel. Framleiðslan hafi gengið sérlega vel og sömuleiðis dreifing vörunnar. “Og óhætt er að segja að það hafi verið rífandi sala,” segir Ingvar og telur að nánast allar framleiðsluvörur Norðlenska fyrir þessi jól verði komnar í dreifingu í dag, enda ekki eftir nema fjórir heilir daga til jóla.Síðustu daga hefur að vonum verið mikið að gera í vinnslusölum Norðlenska og sömuleiðis hefur sölu- og dreifingarfólk haft í mörg horn að líta við að koma framleiðsluvörum Norðlenska í verslanir fyrir þessa síðustu verslunardaga fyrir jól.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að þessi jólatörn hafi almennt gengið mjög vel. Framleiðslan hafi gengið sérlega vel og sömuleiðis dreifing vörunnar. “Og óhætt er að segja að það hafi verið rífandi sala,” segir Ingvar og telur að nánast allar framleiðsluvörur Norðlenska fyrir þessi jól verði komnar í dreifingu í dag, enda ekki eftir nema fjórir heilir daga til jóla.

Hangikjötið og hamborgarhryggirnir rjúka út
Sem fyrr er mesta salan í hinum klassíska jólamat frá Norðlenska – hangikjötið er auðvitað sívinsælt sem og hamborgarhryggirnir, krydduð læri og léttreyktur lambahryggur, svo eitthvað sé nefnt. Bæði hangikjötið og hamborgarhryggirnir eru framleiddir undir nokkrum vörumerkjum.
KEA-hangikjötið er sem fyrr vinsælasta hangikjötið á markaðnum og einnig er mikil sala í hinum tegundum hangikjöts frá Norðlenska – Húsavíkurhangikjöti, Sambandshangikjöti og Fjallahangikjöti.
Ingvar segir að gríðarmikil sala hafi verið í hamborgarhryggjum, ekki síst eftir frábæra útkomu hamborgarhryggja Norðlenska í árlegri könnun matgæðinga DV á jólamatnum. Af fimm efstu hryggjunum í úttektinni eru fjórir framleiddir hjá Norðlenska. Í fyrsta sæti lenti Nóatúnshamborgarhryggurinn, sem Norðlenska framleiðir fyrir Nóatún, í öðru sæti KEA-hamborgarhryggurinn, Goða-hryggurinn í því þriðja og Bautabúrs-hamborgarhryggurinn í fimmta sæti.

Eftirtektarverð aukning í hangiframpörtum
“Mér sýnist ekki vera miklar breytingar í matarvenjum landsmanna fyrir þessi jól, ef miðað er við undanfarin ár. Þó merkjum við eftirtektarverða aukningu í sölu á hangiframpörtum. Að öðru leyti sýnist okkur neyslan vera í svipum farvegi og áður,” segir Ingvar.
Fyrirtæki hafa í auknum mæli keypt jólakjöt hjá Norðlenska til þess að gefa starfsmönnum fyrir jólin. “Það er mikil aukning í þessu og eru fyrirtæki um allt land að kaupa af okkur jólakjötið – bæði hamborgarhryggi og hangikjöt og reyndar ýmsar fleiri tegundir – til þess að gefa starfsmönnum sínum,” segir Ingvar, en þessa síðustu daga fyrir jól hefur Norðlenska ráðið inn skólafólk í dreifingu á jólamatnum og pökkun á jólakjötinu í fallegar gjafapakkningar fyrir fyrirtæki.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook