Fréttir

Mörg fyrirtæki gefa starfsmönnum kjöt

Nanna Gunnarsdóttir og Fannar Hafsteinsson.
Nanna Gunnarsdóttir og Fannar Hafsteinsson.
Mikið er um að fyrirtæki kaupi kjöt af ýmsu tagi beint af Norðlenska í því skyni að gefa starfsmönnum sínum í jólagjöf. „ Þetta hefur verið vinsælt og er svipað í ár og verið hefur undanfarið – er reyndar að aukast ef eitthvað er,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska. Nóg hefur verið að gera við að ganga frá jólapökkum síðustu tvær vikur. Fjöldi fyrirtækja færir starfsmönnum sínum að gjöf ýmis önnur matvæli með kjötinu; osta, súkkulaði, kex og sultur, svo dæmi séu tekin, og sér Norðlenska um að pakka öllu þessu inn í fallegar gjafaöskjur.

Nokkur ungmenni hafa unnið við það upp á síðkastið að pakka inn gjöfunum, m.a.. knattspyrnukapparnir Fannar Hafsteinsson, unglingalandsliðsmarkvörður úr KA og Þórsarnir Gísli Páll Helgason og Ottó Hólm Reynisson. Fulltrúar kvenþjóðarinnar eru að sjálfsögðu líka á staðnum, Nanna Gunnarsdóttir og Birna Gunnarsdóttir.

Sjá má fleiri myndir hér.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook