Fréttir

Nemar frá Norðlenska útskrifaðir í Kjötiðnaði

Á dögunum voru fjórir kjötiðnaðarnemar sem lært hafa kjötiðnað hjá Norðlenska útskrifaðir frá Hótel og Matvælaskólanum við MK. Nemarnir hafa verið á námssamningi hjá Norðlenska síðastliðin 4 ár sem felur í sér 3 annir í bóklegu og verklegu námi við MK og 5 annir við verklegt nám hjá Norðlenska. Á dögunum voru fjórir kjötiðnaðarnemar sem lært hafa kjötiðnað hjá Norðlenska útskrifaðir frá Hótel og Matvælaskólanum við MK.  Nemarnir hafa verið á námssamningi hjá Norðlenska síðastliðin 4 ár sem felur í sér 3 annir í bóklegu- og verklegu námi við MK og 5 annir við verklegt nám hjá Norðlenska.
Norðlenska vill nota tækifærið og óska þeim Ara Brjáni Baldurssyni, Unni Sigrúnu Jónsdóttur, Jóni Þór Harðarsyni og Jóhanni Inga Jóhannssyni til hamingju með áfangann svo og meisturum þeirra.
Það hefur afar mikla þýðingu fyrir kjötiðnaðinn að nýliðun eigi sér stað í greininni.  Áðurnefndir 4 einstaklingar halda allir áfram störfum fyrir Norðlenska.  Þess má geta að hér á heimasíðunni er hægt að sækja um að komast á nemasamning hjá Norðlenska.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook