Fréttir

Neytendur geta vitað af hvaða skepnu steikin er!

Í Morgunblaðinu í dag er umfjöllun um rekjanleika nautakjöts undir yfirskriftinni "Úr haga í maga". Í greininni er nautgrip frá bænum Klauf í Eyjafirði fylgt eftir frá bænum, í gegnum slátrun og vinnslu Norðlenska og þar til hann endar á diskum neytenda á veitingastaðnum Friðrik V. Eins og fram kemur í greininni er rekjanleikinn mögulegur nú þegar í þeirri tækni sem að Norðlenska nýtir sér.Í Morgunblaðinu í dag er umfjöllun um rekjanleika nautakjöts undir yfirskriftinni "Úr haga í maga".  Í greininni er nautgrip frá bænum Klauf í Eyjafirði fylgt eftir frá bænum, í gegnum slátrun og vinnslu Norðlenska og þar til hann endar á diskum neytenda á veitingastaðnum Friðrik V.  Eins og fram kemur í greininni er rekjanleikinn mögulegur nú þegar í þeirri tækni sem að Norðlenska nýtir sér.
     Eins og kunnugt er tók Norðlenska úrbeinigarlínur frá Marel á Húsavík og á Akureyri sumrin 2002 og 2003.  Með tilkomu línanna hafa afköst og gæði aukist til muna hjá fyrirtækinu.  Að auki er nú hægt að rekja hvern einasta vöðva til ákveðins bónda, fljótlega verður hægt að ganga lengra, og upplýsa neytendur, á veitingastöðum eða í verslunum, að ákveðin lund eða hver annar vöðvi sé sé af þessari eða hinni skepnunni.  Eins og fram kemur í greininni er þetta nú þegar tæknilega mögulegt hjá Norðlenska en mun að öllum líkindum koma að fullu til framkvæmdar næsta haust þegar til slátrunar koma fyrstu dýrin sem fæddust eftir að reglugerð varðandi þetta var samþykkt.  Hvert dýr fær þá rafræna kennitölu við fæðingu sem fylgir því alla leið til veitingastaðs eða verslunnar.
      Í greininni er rætt við Friðrik Val Karlsson veitingamann á Friðrik V sem er afar ánægður með þessa þróun. "Þegar reikjanleikinn er fyrir hendi hjálpar það veitingamönnum sem gera miklar gæðakröfur."  Að sögn Friðriks  geta neytendur upplifað ástæður gæðanna fyrir utan skemmtanagildið sem felst í því að gesturinn gæti þekkt staðarhætti og átt minningar frá þeim slóðum sem gripurinn hefur gengið í bithögum.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook