Fréttir

Skemmtilegt starf

Rúnar Ingi Guðjónsson
Rúnar Ingi Guðjónsson

"Mér finnst þetta skemmtilegt og áhugavert starf. Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna að þróun nýrra vörutegunda," segir Rúnar Ingi Guðjónsson, starfsmaður Norðlenska, sem nýlega lauk námi í kjötiðn.

"Ég tók á sínum tíma grunndeild matvælabrautar við Verkmenntaskólann hér, enda stefndi ég að því að verða kokkur. En smám saman varð ég afhuga því, ekki síst vegna vinnutíma kokkanna og í október 2004 hóf ég að vinna hér hjá Norðlenska og fljótlega fékk ég áhuga á því að verða kjötiðnaðarmaður og fór á samning hér. Meistarinn minn hér hefur verið Leifur Ægisson og hann hefur kennt mér fjölmargt sem nýtist vel í framtíðinni," segir Rúnar Ingi, sem er 21 árs Akureyringur.

"Það er margt í þessu starfi sem hefur komið skemmtilega á óvart. Sannast sagna vissi ég ekki mikið um hvað ég var að fara út í á sínum tíma. En þetta er mjög áhugavert starf og ég stefni á að fara í frekara nám á þessu sviði, að ljúka meistaranum. Áður en að því kemur ætla ég þó að vinna hér í það minnsta eitt ár," segir Rúnar Ingj, en náminu lauk hann af matvælabraut Menntaskólans í Kópavogi og þurfti því að vera syðra frá síðustu áramótum og fram á vor til þess að ljúka bóklega hlutanum. Í kjötiðnaðarnáminu taka nemendur sömu grunnfög og allir aðrir framhaldsskólanemar - t.d. ensku, dönsku, stærðfræði og íslensku - og síðan eru kenndar ýmsar fagreinar auk verklegra æfinga.

"Það eru því miður alltof fáir nemar í þessu í dag og þess vegna er mikill skortur á fagmenntuðum kjötiðnaðnaðarmönnum. Ég hvet ungt fólk til þess að gefa þessu námi gaum, bæði strákum og stelpum," segir Rúnar Ingi Guðjónsson.

 

runar_a_netid_640


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook